26. janúar 2011

Aftur til Chíle

Tad verdur líklega lítid um skrif hér nk daga tar sem fararstjórinn segir ad netsamband á tjaldsvaedinu í Torres tjódgardinum í Chíle sé ekkert. Enn einn gódur dagur annars á enda í Argentínu - fór í gongu og siglingu og skodadi ótrúlega flottan skridjokul (sjá mynd ad nedan) og tók óteljandi myndir. Var sídan ad renna nidur hammara og bjór yfir Barcelona leik á veitingastad hér - heimamenn eru vaegast sagt frekar hrifnir af Messi. Farinn á hostelid, gódar stundir.

Enn i sudurátt

Túrinn heldur áfram í sudurátt. Nú frá El Chaltén til El Calafate - ca 3 tíma akstur. Tetta er staerri stadur en mikill túristabragur a ollu her enda er haonn á sumartíma. Á morgun er dagstúr um tjódgardinn hér á svaedinu - keyrt med rútu, labbad og siglt á báti ad skridjokli.  Tennan hring fara flestir ferdamenn hér. Tetta er fjórdi tjódgardurinn sem er heimsóttur í ferdinni. Verdum hér í 2 daga og svo er tad Torres tjódgardurinn sydst í Chíle. Dálítid flakkad á milli landa og nútegar eru komnir 6 nýjir stimplar í vegabréfid.

Matur
Almennt gódur. Sérstaklega í Argentínu enda eru teir stórir útflytjendur á kjoti - sérstaklega nautakjoti. Graenmeti, ávextir og mjólkurvorur eru líka gódar. Ég kaupi ekki brasadan mat á gotum úti vegna vidvarana. Annars er Burger King, McDonalds og allt hitt hér í borgunum. Argentína er audlindaríkt land og t.d. er nóg af drykkjarhaefu vatni í laekjum líkt og á Íslandi. Maturinn var líka ágaetur í Chíle. Argentína faer 8,5 í einkunn en Chíle 7,5.

Verdlag
Deila í allt med ca tremur m.v. íslenskt verdlag, tad á baedi vid um supermarkadi og veitingahús. Tad týdir ad fyrir hrun hefdi mátt deila í allt med ca 5-6. Léttilega haegt ad fá mjog góda steik med víni á taeplega 1.000 kall íslenskra. Tetta er tó adeins breytilegt eftir svaedum - Argentína er ódýrara en Chíle enda fátaekara. Ódýr raudvínsflaska kostar ca 200-400 kall í búd í Argentínu.

Fuglar
Sem fuglaáhugamadur hef ég tekid eftir morgum fuglategundum med furdulegum nofnum. Magnadast var ad sjá Kondorinn í fyrradag.  Líka gaman ad sjá hinn ófleyga, fótfráa og risastóra "Rhea" á sléttunum í Patagonia (sjá mynd). Hef séd slatta af ránfuglum sem ég veit ekki hvad heita. Einn fugl sá ég naudalíkan músarindli.

Furdufuglar
Tad eru tvimaelalaust ríku, hvítu og hressu S-Afríkugaurarnir í ferdinni. Teir taka ekki mikid tátt í ferdum og svona heldur drekka bjór og léttvín seinni partinn og skipta svo yfir í sterkt á kvoldin. Sofa svo til hádegis. Eru samt sjaldan til vandraeda svo neinu nemi. Fararstjórinn er samt ekki í addáendahópi teirra kumpána. Teir passa ekki vel í tetta umhverfi hér. Spurning hvad teir halda út lengi en í augnablikinu eru teir á verslunarmannahelgartempói. Ég lenti med teim í herbergi á hosteli á dogunum og tá kom sér vel ad vera med ofluga eyrnatappa. Teir eru samt fínir en flokkast sem furdufuglar.

Myndin sýnir nokkra fugla í Patagonia, - tó ekki í réttum staerdarhlutfollum.

24. janúar 2011

El Chaltén er málid

Var heldur spar á sólarvorn i dag, tví verdur ekki neitad. Átti annars frábaeran dag hér i El Chaltén og gekk ad joklulloninu Laguna Torre vid fjallid Cerro Torre, ca 6 tima ganga og glaesilegt umhverfi.  Sa Kondorinn fljuga i nagvigi - 3 metra vaenghaf. Á morgun er onnur ganga og nokkru lengri, nu ad hinu fraega fjalli Fitz Roy.  Tetta litla torp og fjollin her eru eiginlega toppurinn a ferdinni til tessa. Vonandi getur madur komid hingad aftur sidar. Svo er hostelid okkar einkar vingjarnlegt i flesta stadi.  Nadi godum myndum af bilum heimamanna her adan.

Myndin sýnir Friz Roy, skridjokulinn og lonid - verkefni morgundagsins.

23. janúar 2011

Punkteradi a rutunni

Tveir sidustu dagar hafa farid i akstur nidur eftir Patagonia. Samtals voru eknir 1.500 km og gist ein nott a slettunum. Gaman ad sja villtar sjaldgaefar dyrategundir a leidinni, t.d. lamadyr og furdulega fugla. Merkilegt hvernig dyrin geta lifad af a tessum turru slettum. I gaerkvoldi komum vid til El Chaltén i sudurhluta Patagonia i Argentinu. Tetta er paradis fyrir isklifrara og fjallafolk. Baerinn er reyndar litill, ibuar einungis 800 en her eru samt nokkur hundrud klifrarar til vidbotar nuna synist mer. Umhverfid er glaesilegt med haum fjollum og skridjoklum vid baejardyrnar. Mikid hvassvidri var i gaer og seinkadi okkar for tegar sprakk dekk a rutunni a leidinni - ta tok eg tatt i minni fyrstu vidgerd a dekki a rutu. Tad gekk vel en tok 1,5 klst samt. Hifandi rok var her i El Chaltén i gaer og rafmagn og vatn hafdi farid af en er nu komid a aftur. Verdum her i 2-3 daga og nu er malid ad finna ser goda gonguleid eda skokktur a svaedinu.

Helvitis Tjodverjar
Se nuna ad Islendingar hafa tapad i gaer fyrir Tjodverjum. Ekki gott.

Ekki gigaalver
Se lika ad einhver umraeda er um ad Alcoa se haett vid stora alverid sitt. Farid hefur fe betra finnst mér. Er bjartsynn fyrir hond S-Thing og held ad komi godir kostir i stadinn.

Turistataktur a lifinu
Tad er akvedin rutina a hlutunum a ferdalaginu i rutunni og a hinum ymsu tjaldsvaedum. Vaknad snemma og farid timanlega i hattinn. Svona svipad og med turistana a Islandi! Svo skiptir folk med ser verkum - nokkrir trifa rutuna, adrir elda osfrv. Allt gengur tetta otrulega hratt og orugglega fyrir sig. Nu erum vid reyndar a hosteli i El Chaltén- adeins meiri luxus tar. I borgunum Santiago, Montevideo, Buenos Aires og Rio dveljum vid a hotelum - god tilbreyting.

Yfir og ut.

Myndin er fra El Chaltén

20. janúar 2011

Bílaflotinn

Argentiskir straetobilstjorar eru hormulegir i ensku. Og eg er lelegur i spaensku. Tegar tetta tvennt for saman i gaer tok eg vitlausan vagn og for vida um fataeku hverfin i Bariloche her i Patagoniu i Argentinu. Tad var frodlegt - malarvegir, hrorleg hus og ansi hressandi bilar. Raunar var tetta eins og ad koma 30 ar aftur i timann. Svona er tetta vida, landid er langt a eftir Vesturlondum i lifistandard. Eg komst i midbaeinn ad lokum tratt fyrir tennan ùtúrdúr - tar er allt nyrra enda eru turistar alls stadar ad a tvaelingi. I gaer myndandi eg slatta af tessum gomlu bilum - tad er ekki edlilega fyndid ad sja suma teirra. Otrulegt ad teir komist i gegnum skodun. Elli i eftirlitinu fyrir nordan myndi fa afall ad sja astandid, en hann er ju ofgamadur i hina áttina. Sa t.d. Lada Samara i gaer sem eg myndadi - var buinn ad gleyma tessari typu enda var hun halfgert flopp hja Lada, var tad ekki?  Eg man to eftir ad Helgi Helga keypti nyja Samara tegar raekjuverksmidjan Hik sf reis sem haest a Husavik a sinum tima. Gleymi ekki kriueggjaferd sem vid forum i med Helga upp a soreydingarstod a tessum bil. En ok, kannski er hugmynd ad halda afram ad safna skrautlegum myndum af bilum i S-Ameriku og setja upp syningu (...a Bauknum) nk sumar, hugmynd?

Afram i sudurátt
A morgun heldur rutan afram nidur Argentinu - afram i Patagonia.  Vedrid i dag var frabaert og eg for godan 35 km hjolatur um hestu svaedin her vid fjollin - afar hressandi. Buinn ad taka helling af myndum.

Tvifari
Einn ferdafelaginn er lygilega likur Tony Blair eins og hann var a sinum yngri arum. Eg get sannad tetta med myndum tegar heim er komid.

Argentina og handbolti
Sa i litlum dalki i einu bladanna her ad Argentinumenn hefdu unnid Svia i svokolludum handbolta. A íslenskum netsidum er tetta storfrett. Hef gert nokkrar tilraunir ad minnast a tetta vid heimamenn med litlum arangri. Teir tekkja ekki itrottina og rugla henni saman vid sundknattleik. Allir krakkar og uppur vita hins vegar allt um Messi, Tevez og Higuian.

18. janúar 2011

Allt bilstjoranum ad kenna

Madur er nefndur Colin og er fra Blackburn a Englandi.  Hann er bilstjori a rutunni og er hress gaur og vel sigldur - buinn ad keyra S-Ameríku tvers og kruss oft adur.  Sumir i hopnum kenna honum um vatnsvedrid sem verid hefur a okkar slodum sl daga.  Raunar var Colin a einhverjum stad i Boliviu um daginn tar sem saralitid hafdi rignt sl 100 ar en tegar hann birtist rigndi eldi og brennisteini.  Eg les i frettum ad flod eru i Brasiliu, sennilega er rigning vida um S-Ameríku skv tessu.  Engin flodahaetta her samt.

Bariloche i Argentinu
I gaer var keyrt fra Pucon i Chile yfir fjalllendi a malarvegum yfir til Bariloche i Argentinu.  Flott utsyni a leidinni og stoppad a nokkrum stodum til ad taka myndir. A landamaerunum Chile-Argentinu minntist landamaeravordurinn serstaklega ad aldrei a sinni starfsaevi hefdi hann sed eda hitt Islending adur a tessum stad.  Hann spurdi um landid og hvort tar vaeri byggilegt vegna jokla, eldgosa og Isbjarna!  Bariloche stendur i um 1.000 metrum yfir sjo og er vinsaell sumardvalarstadur hja heimamonnum og túristum.  Reyndar er her lika finasta skidasvaedi a veturna lika. Ibuar eru 130 tusund.  Umhverfid er glaesilegt.  Eina sem skyggir a nuna er rigningin.  A morgun a ad stytta upp, vonandi stenst tad.  Eg aetladi ad leigja hjol i dag en frestadi tvi til morguns.  Er annars buinn ad spotta hlaupafelaga i hopnum, sa er riflegta sextugur Belgi sem byr i S-Afriku og er i fantaformi - hann er i ferdinni asamt konu sinni - tau eru tvimaelalaust jakvaedasta folkid i hopnum.  Vid Belginn 14 km i rigningunni i morgun og stefnum a ad skokka af og til i ferdinni. Hressu (og fullu...) gaurarnir i hopnum er 3 nyutskrifadir strakar fra S-Afriku. Teir eru mest i djamminu og virdast hafa noga peninga.

Gott i bili.

}}

16. janúar 2011

Urhelli i Pucon

Gaerdagurinn var strembinn. Fyrst turfti ad snua af eldfjallinu og svo gerdi urhelli sem er to ad minnka nuna i tessum skrifudu ordum. Tjaldsvaedid vard ansi skrautlegt og taegindastudullinn breyttist mikid. Margir, t.a.m. eg, foru i hjaveituadgerdir til ad na vatnsflaumnum framhja tjoldunum. Tetta bjargadist hja flestum og vatnid nadi ekki inni tjoldin. Sturtuadstadan fyrir bakpokaferdalanga var skrautleg - sleppi nanari utskyringum. Fararstjorarnir stodu sig vel og leystu m.a. malid med tvi ad kaupa nokkrar raudvinsfloskur og spilastokka - stemmningin batnadi dalitid vid tad. Bakkus er ekki alslaemur eins og tarna sannadist! Eftir tetta vedur i gaer nytur madur tess liklega bara betur tegar vedrid verdur gott a ny. I dag er annars mugur og margmenni i Pucon tar sem Ironman keppni fer fram i baenum - gotur eru tvi fullar af hjolandi og hlaupandi lidi.

Argentina a morgun
A morgun fer rutan aftur a stad. Nu yfir landamaerin til Argentinu tar stoppad verdur a odru tjaldstaedi i Bariloche i 3 daga. Tar er fraegt vatnasvaedi og tjodgardur ofl. Tad a eftir ad fara nokkrum sinnum a milli Chile og Argentinu enda na landamaerin yfir nokkur tusund km. Mynd af Bariloche her ad nedan:















15. janúar 2011

Long rutuferd

Serleidin Santiago-Pucon var tekin a rutunni i gaer.  780 km um slettur Chile.  Merkilegt ad sja Andesfjollin risa nanast lodrett upp.  Vid stoppudum nokkrum sinnum a leidinni en bilstjorinn helt vel a spodunum og var sjalfsagt naerri hamarkshradanum oftast, 120 km\klst.  Svo var tjaldad a turistatjaldstaedinu i Pucon sem var agaett fyrir utan lausa villihunda sem gengu um svaedid!

Snuid af Villarrica
I dag var raes kl 4.45 til ad ganga a fraegt virkt eldfjall, Volcano Villarrica, fyrir ta sem vildu. Sem sagt tad ma sja kviku i gignum ef vel er ad gad og tad spuir natturlega reyk vegna tess. Allar graejur voru teknar med og heimamenn gaedudu. Typiskt ad tegar vid vorum nylega logd iann brast a med urkomu og engu skyggni og tvi var akvedid ad snua vid. Dalitid fult en sennilega eina retta. Vedurspa er ohagstaed fyrir nk daga fyrir uppgongu. Pucon er annars vinsaell turistabaer og ymislegt i bodi. Eg stefni a hlaupatur, tann fyrsta i ferdinni, a eftir.  Vid verdum her i 2 daga i vidbot og frekar frjalst programm.  Ad nedan ma sja mynd af tessu fraega eldfjalli sem er taeplega 3.000 metra hatt.  Tek reyndar fram ad heldur minni snjor er nuna enda er hasumar.

13. janúar 2011

Tour de Santiago

Alls ekki haegt ad halda tvi fram ad eg hafi ekki skodad Santiago i dag. Tok 2 klst "citytour" med straeto um alla helstu stadi. Tulurinn sagdi fra morgu frodlegu en to ekki miklu um herforingjastjorann Augusto Pinochet, forseta landsins frá 1973-1989. Arkitektur er misjafn, glerhysi innan um eldgamlar byggingar. Eg veit ekki hvort tad er gott eda slaemt. Her er annars bullandi kapitalismi og oteljandi budir og markadir. Miklir solumenn Chilebuar og mikid til a svortu. Svokollud millistett er her talin vera einna sterkust i londum S-Ameriku skv kynningu dagsins. Fletti blodum a kaffihusi i dag en skildi litid natturlega. Sa to ad ekkert var minnst a tremenningana i VG og alls ekkert talad um stodu Icesave. Ansi god tilbreyting.

Ran i kirkju
I bytid a morgun byrjar svo ferdin med fjallarutunni. Mer synist ferdafelagar minir vera skrautlegt lid eins og vid var ad buast - margir eru professional ferdalangar. Sumir hafa verid ad ferdast i 6-10 manudi en adrir styttra - svo mun hopurinn breytast eftir tvi sem a lidur - folk kemur og fer. Nokkrir Astralir eru i hopnum og svo einhverjir Evropubuar asamt Bandarikjamonnum. En fararstjorar eru Iri og Breti. Tetta verdur orugglega fint bara. Einhverjir foru og skodudu kirkju i gaer. Tar var einn ferdafelaginn raendur um nokkra dollara i annari rod fyrir framan altarid. Haleluja.

Ut a land
Veit ekki hvernig nettenging verdur nk daga - pistlar gaetu ordid fair tess vegna. Gott i bili.  Myndin synir Santiago med Andesfjollin i baksyn.

12. janúar 2011

Santiago

Utferdin gekk vel i gegnum NY.  Slapp vid millilendingu i Lima og flaug i stadinn beint i 11 tima til Santiago.  Boeing 767-300 fyrir flugahugamenn. Mjog lifleg borg enda eru ibuar 5,4 milljonir og bua tett.  Margir teirra stodu undir vatnsbrunnum til ad kaela sig i hitanum i dag. Umferdin er svipud og i spaenskumaelandi londum, flautan notud ospart.  Nettengingin her a hotelinu er orugglega ca svipad hrod og hja Petri a Kopaskeri a upphagsdogum alheimsnetsins.

Jaeja, er rokinn a fund hja fararstjoranum a annad hotel ut i bae. 50/50 ad eg rati - vonum tad besta.  Meira sidar.

6. janúar 2011

Nokkrir dagar í brottför
Sýnist samt enda með því að ég pakki í bakpokann daginn fyrir í stressi eins og alltaf hefur gerst áður.

Kom við í Hlíðarfjalli á dögunum á leiðinni úr jólafríi fyrir norðan.  Halldór Tumi var með í för - hans helsta grein er brun.