26. janúar 2011

Enn i sudurátt

Túrinn heldur áfram í sudurátt. Nú frá El Chaltén til El Calafate - ca 3 tíma akstur. Tetta er staerri stadur en mikill túristabragur a ollu her enda er haonn á sumartíma. Á morgun er dagstúr um tjódgardinn hér á svaedinu - keyrt med rútu, labbad og siglt á báti ad skridjokli.  Tennan hring fara flestir ferdamenn hér. Tetta er fjórdi tjódgardurinn sem er heimsóttur í ferdinni. Verdum hér í 2 daga og svo er tad Torres tjódgardurinn sydst í Chíle. Dálítid flakkad á milli landa og nútegar eru komnir 6 nýjir stimplar í vegabréfid.

Matur
Almennt gódur. Sérstaklega í Argentínu enda eru teir stórir útflytjendur á kjoti - sérstaklega nautakjoti. Graenmeti, ávextir og mjólkurvorur eru líka gódar. Ég kaupi ekki brasadan mat á gotum úti vegna vidvarana. Annars er Burger King, McDonalds og allt hitt hér í borgunum. Argentína er audlindaríkt land og t.d. er nóg af drykkjarhaefu vatni í laekjum líkt og á Íslandi. Maturinn var líka ágaetur í Chíle. Argentína faer 8,5 í einkunn en Chíle 7,5.

Verdlag
Deila í allt med ca tremur m.v. íslenskt verdlag, tad á baedi vid um supermarkadi og veitingahús. Tad týdir ad fyrir hrun hefdi mátt deila í allt med ca 5-6. Léttilega haegt ad fá mjog góda steik med víni á taeplega 1.000 kall íslenskra. Tetta er tó adeins breytilegt eftir svaedum - Argentína er ódýrara en Chíle enda fátaekara. Ódýr raudvínsflaska kostar ca 200-400 kall í búd í Argentínu.

Fuglar
Sem fuglaáhugamadur hef ég tekid eftir morgum fuglategundum med furdulegum nofnum. Magnadast var ad sjá Kondorinn í fyrradag.  Líka gaman ad sjá hinn ófleyga, fótfráa og risastóra "Rhea" á sléttunum í Patagonia (sjá mynd). Hef séd slatta af ránfuglum sem ég veit ekki hvad heita. Einn fugl sá ég naudalíkan músarindli.

Furdufuglar
Tad eru tvimaelalaust ríku, hvítu og hressu S-Afríkugaurarnir í ferdinni. Teir taka ekki mikid tátt í ferdum og svona heldur drekka bjór og léttvín seinni partinn og skipta svo yfir í sterkt á kvoldin. Sofa svo til hádegis. Eru samt sjaldan til vandraeda svo neinu nemi. Fararstjórinn er samt ekki í addáendahópi teirra kumpána. Teir passa ekki vel í tetta umhverfi hér. Spurning hvad teir halda út lengi en í augnablikinu eru teir á verslunarmannahelgartempói. Ég lenti med teim í herbergi á hosteli á dogunum og tá kom sér vel ad vera med ofluga eyrnatappa. Teir eru samt fínir en flokkast sem furdufuglar.

Myndin sýnir nokkra fugla í Patagonia, - tó ekki í réttum staerdarhlutfollum.

5 Ummæli:

Blogger Unknown sagði...

Nú ertu kominn ansi mikið sunnarlega. Hvernig er hitinn þarna?

10:36 f.h.  
Anonymous Óli Halldórsson sagði...

Vona að fréttirnar af stjórnlagaþinginu fari ekki of illa í Argentínumenn. Hér eru allir fegnir að fjölmiðlar, stjórnmálamenn og sjálfskipaðir greinendur hafi fengið nýtt og þarft umræðuefni til næstu mánaða. Annars færi tíminn bara í vitleysu, s.s. skuldamál og tiltekt í fjármálakerfi landsins.

Öfunda þig annars af veðri en þó enn frekar ódýrum argentínskum steikum.

12:12 e.h.  
Anonymous Valdi sagði...

ca 23 stig hérna nuna, hefur samt farid nidur í 15 stigin stundum. Heitast var í Santiago - 35 stig.

Mjog godar argentískar steikur - eiginlega of godar.

11:41 e.h.  
Anonymous Valdi sagði...

Hef ekki séd stelkinn Leifur, tú hlýtur ad fagna tví.

Gaefulegt ad kaera Stjórnlagatingid út af smáatridum - tetta var einmitt tad sem turfti fyrir landid....

12:00 f.h.  
Anonymous Leifur sagði...

æi það væri svosem ágætt að hafa stelkinn bara þarna suður frá. Þú allavega lætur hann eiga sig ef þú sérð hann. Viljum ekki eiga það á hættu að hann fljúgi hingað uppeftir

10:26 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim