25. febrúar 2011

Of heitt

Hér í Bonito fer hitinn yfir daginn gjarnan vel yfir 30 stigin og svo baetist sólin náttúrlega vid. Tetta er of heitt fyrir mig - ég get ekki skilid hvernig haegt er ad tola tetta hitastig yfir allt sumarid eins og heimamenn turfa ad tola.  Bonito er lítill baer langt inni í Brasilíu sem lifnar vid á sumrin tegar ferdamenn koma til ad skoda fjolbreytt dýra- og fuglalíf og taerar ár í nágrenninu.  Er annars ad ná mér af moskítóbitum og hef lítid gert sl 2 daga, skulum segja ad ég hafi tekid gódar "síestur" hér. Spennandi verdur ad sjá hvort B-vítamín muni virka gegn moskító. Nýja spreyid sem ég fékk um daginn hefur ollid vonbrigdum og ekki virkad vel. Kannski fer ég ad rádum Kalla Hreidars og nota WD-40 eins og hann stakk uppá í kommenti! Leigdi hjól í gaer og skodadi Bonito og tók myndir af mannlífinu. Fór líka og "snorkladi" adeins innan um fiska í á hér í 7 km fjarlaegd.  Fólk býr ekki í neinum villum í Bonito og bílakostur heimamanna er skrautlegur. Mér sýnist reyndar margir vera á vespum og mótorhjólum. Oft troda teir sér 2-3 á hvert hjól og bara stundum med hjálma og flestir á stuttermabol. Ég sló til og leigdi mótorhjól í 2 klst í dag, 250 cc fák, Honda.  Tek fram ad ég var aldrei spurdur um okuskírteini (er tó reyndar med mótorhjólapróf...) en fékk tó hjálm med.  Agalega gaman. Fór afar haegt yfir enda ekki reyndur mótorhjólamadur. Spurning um ad fá sér hjól til ad hafa á Halldórsstodum? Gerdi svo heidarlega tilraun til ad skokka seinni partinn í dag en fór styttra en ég aetladi tar sem hitinn var yfirgengilegur.  Hlaupaformid fer versnandi.  Hlaupafélagi minn í Reykjavík getur gladst yfir tví ad hafa forskot tegar aefingar fyrir Laugaveginn hefjast í mars.

Rútan
Enn fer rútan af stad á morgun. Man ekki hvad naesti stadur heitir. Vid erum ad stefna í átt ad Rio de Janero - tar sem ferdin endar 4. mars.  Aldrei hef ég setid jafn mikid í rútu eins og sl vikur. Kannski er tad gallinn vid ferdina - hefdu mátt vera meiri gongur og fjallaferdir og minni rútusetur.  Á móti kemur ad vid hofum séd ansi marga mismunandi stadi í tessum londum. Hef lesid 2 Arnalda í rútunni - var ánaegdur med Furdustrandir, tessa nýjustu sem kom út fyrir jólin. Annars ágaetis bókasafn í rútunni.  Svo er spiladur póker grimmt og 21 og svona.  Tessar rútur líta ca svona út (sjá mynd). Rútan sem ég er í er 1987 módel, Bens, í eigu Kumuka Travel (fyrirtaekid sem sér um transportid).  Bensinn renndi sér á dogunum yfir 1 milljón km ekna.  Rútan var ádur í eigu Exodus.  Nokkrir adrar ferdaskrifstofur eru med sambaerilegar "overland" ferdir hér í S-Am, t.d. eru vid alltaf ad rekast á hópa frá Dragoman, Pucon, Oasis og Exodus.

6 Ummæli:

Anonymous Leifur sagði...

reyndu nú að losna við þennan víðáttuvitlausa hlaupaáhuga, tímanum þarna suður frá hlýtur bara að vera miklu betur varið í að drekka vín, éta nautasteikur og röfla vitleysu við innfædda.

9:58 e.h.  
Anonymous Óli Halldórsson sagði...

Alla vega ekki láta það fréttast að þú verjir tímanum í útihlaup með gjammandi hunda á hælunum á meðan kjötkveðjuhátíðinni í Rio stendur. Held að uppskrift Leifs eigi betur við á þeim dögum. Það má hlaupa í ausandi rigningunni úti á Gróttu þegar líður á marsmánuð...

10:52 e.h.  
Anonymous Valdi sagði...

ekki misskilja, hleyp lítid.

8:41 e.h.  
Anonymous Valdi sagði...

Legg annars til ad tid bádir fáid ykkur tronga hlaupabúninga og byrjid ad hlaupa, allt annad í tessum búningum!!

9:29 e.h.  
Anonymous Leifur sagði...

fullorðið, eðlilegt fólk hleypur eingöngu til að forðast aðsteðjandi hættu. Ekki í nokkuru tilfelli sér til skemmtunar. Um þröngubúninga nenni ég ekki að ræða, tók þó eftir því að þeir eru komnir á útsölu í sportvöruverslun Reyðfirðinga

10:44 e.h.  
Anonymous Valdi sagði...

Hehe, ok, tannig ad tid Héradsbúar hlaupid eingongu ef brjálad fólk af fjordunum eda ad sunnan ógnar ykkur?

1:51 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim