28. febrúar 2011

Jagúar og moskító

Veit ekki med ykkur en ég hef nú séd villtan Jagúar í návígi.  Tad gerdist í gaer í regnskógi í Pantanal, alveg magnad og ég nádi fínum myndum. Gaedinn sagdi okkur heppin og mjog sjaldgaeft ad rekast á tessi dýr.  Jagúarinn er flugsyntur - tad vissi ég ekki.  Búinn ad vera í skógum Pantanal sl 3 daga og í engu sambandi vid umheiminn. Samt vorum vid á fínu hosteli sem heimamenn hafa byggt upp. Fór í nokkrar gódar ferdir á bátum og bílum sá krókodíla, apa og ýmis fleiri dýr í sínu náttúrulega umhverfi.  Fór svo og veiddi píreneafiska á bambusstong med nautakjot sem beitu.  Tar lenti ég enn og aftur í moskító - og nú mun verr en ádur og er verulega bólginn á olbogum og okklum.  Ekki gott en fékk lyf vid tessu núna. Best ad vera ekki ad vaela en tetta tekur ca 3-4 daga ad ná sér alveg eftir svona morg bit.  Nokkrir adrir í hópnum lentu í moskító líka og flestir voru fegnir tegar rútan renndi af stad úr skóginum í morgun. Hitinn í Pantanal var ca 33-38 grádur og tropical loftslag - sem sagt nánast ólíft.  Held ad ég haetti mér ekki aftur tangad í brád eftir tessa lífsreynslu (sem var tó baedi gód og slaem...).  Er nú kominn til borgarinnar Campo Grande og hér hefur rignt mikid í dag eins og vídar í Brasilíu sl sólarhring. Nk daga nálgumst vid Rio de Janero tar sem túrinn endar um helgina.

3 Ummæli:

Anonymous Þóra Hallgríms sagði...

Mannaskítsmoskító

1:23 e.h.  
Anonymous Óli Halldórsson sagði...

Hélt nú að menn sem aldir eru upp við veiðiskap í Laxárdal kipptu sér ekki upp við smá varg ...

11:07 e.h.  
Anonymous Valdi sagði...

Er ordinn godur nuna. Tad stod taept, turfti nanast ad fara uppeftir eda jafnvel inneftir.

9:09 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim