2. febrúar 2011

Loksins í samband

Skrifa pistil á morgun.  Hef verid í Torres del Paine tjódgardinum sídustu daga, tar er ekki tolvutaekninni fyrir ad fara.  Var annars bitinn heiftarlega af moskítóflugum og var ansi slappur í 1 dag vegna tessa. Bólgur í andliti og hendi eru ad sjatna og horfur tví gódar.  Er kominn med agalegt flugnaeitur í baráttunni vid moskító núna - hiklaust ígildi gamla góda Bana 1 spreysins.  Er núna kominn á tjaldstaedid í Ushuaia í Argentínu.  Sá baer er fraegastur fyrir ad vera sá sydsti á jordinni fyrir utan S-Heimsskautid.  Verd hér í 4 daga og svo fer ad styttast í Buenos Aires.  

4 Ummæli:

Anonymous Maggi sagði...

Tókstu ekki örugglega með þér spritt?
Það er allsherjarlausn vandamála.

8:55 f.h.  
Anonymous Óli Halldórsson sagði...

Ég held að Bani 1 brúsinn sé ennþá til á Garðarsbrautinni. Hann drap hluti strax. Held að það sé ómengað DDT. (Það góða efni ætti nú að fást víða í S-Ameríku ennþá).
Það er nokkur fjarlægð orðin í þig þarna suður eftir. Líklega nokkuð ólíkar aðstæður þeim sem ég upplifði í gær í stórhríðarbyl á fjallvegum á leið til Þórshafnar.

12:42 e.h.  
Blogger Kalli Hr. sagði...

Það mjög litlu við þessar þrælgóðu ráðleggingar þeirra bræðra að bæta! Ekki myndi ég þó útiloka að WD40 gerði gagn við andlitsbólgum.

2:40 e.h.  
Anonymous Valdi sagði...

WD40 er gott efni, ég prófa tad eftirvill á andlitid Kalli. Sá einmitt Argentínumann med svoleidis brúsa á lofti um daginn ad dytta ad sínum 40 ára gamla Peugeot sem hafdi bilad.

8:34 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim