Suður-Ameríka nálgast óðfluga
Nú er ekki aftur snúið. Mínir lengstu flugleggir til þessa eru staðfestir, KEF-JFK-LIM-SCL-GIG-MVD-SCL-LIM-JFK-KEF. Svo bætast við einhver þúsund kílómetra í fjallarútu. Loks verður siglt í einhverja daga við syðsta odda álfunnar, etv verða Falklandseyjar heimsóttar ef vel gefur í sjóinn.
Þessi tæplega tveggja mánaða reisa mín hefst 11. janúar og lýkur 8. mars 2011. Það er ræs í Santíago í Chíle þann 13. janúar og endað í Ríó de Janeiro í Brasilíu þann 4. mars. Svo er transport til og frá Íslandi með viðkomu í New York og Lima í Perú - sem tekur sinn tíma.
Undirbúningur er hafinn. Hann hefur m.a. falist í bólusetningum fyrir hinum ýmsu malaríum, taugaveiki og fleiru slíku. Sprautur eru hættulegar svo því sé haldið til haga!
Kannski verða jólin tíminn til að læra mikilvægustu setningar á spænsku? Er búinn að redda bók með því allra nauðsynlegasta á spænsku. Fararstjórinn er þó enskumælandi og margir af ferðalöngunum líka skilst mér.
Þetta er bakpokaferð sem er skipulögð af "adventure"-ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ferðum um S-Ameríku. Það er frekar mikið tempó í þessari reisu en þó mörg stopp. Aðal ferðamátinn er fjallarúta sem stoppar oft og mislengi á ýmsum merkilegum stöðum; þjóðgörðum, borgum, þorpum, við hin ýmsu fjöll, við vínakra, við fossa, í sveitum osfrv. Einna mest verður stoppað á Patagonia svæðinu í Argentínu þar sem verður prílað á fjöll og svoleiðis. Helstu lönd ferðarinnar eru: Chíle, Argentína, Uruguay og Brasilía. Annars má finna nákvæmar upplýsingar um ferðina hér.
Þetta verður vonandi magnað.
Stefnan er að birta hér fréttir af einhverju af því sem fyrir augun ber - það veltur þó á aðgengi að tölvum sem verður sjálfsagt misgott. Og eflaust verða lyklaborðin bara með skrítnum stöfum og svona. Kannski hittir maður Maradona blekaðan í Buenos Aires? Það skýrist allt saman.
Mynd af ferðaplaninu er hér að neðan:
Nú er ekki aftur snúið. Mínir lengstu flugleggir til þessa eru staðfestir, KEF-JFK-LIM-SCL-GIG-MVD-SCL-LIM-JFK-KEF. Svo bætast við einhver þúsund kílómetra í fjallarútu. Loks verður siglt í einhverja daga við syðsta odda álfunnar, etv verða Falklandseyjar heimsóttar ef vel gefur í sjóinn.
Þessi tæplega tveggja mánaða reisa mín hefst 11. janúar og lýkur 8. mars 2011. Það er ræs í Santíago í Chíle þann 13. janúar og endað í Ríó de Janeiro í Brasilíu þann 4. mars. Svo er transport til og frá Íslandi með viðkomu í New York og Lima í Perú - sem tekur sinn tíma.
Undirbúningur er hafinn. Hann hefur m.a. falist í bólusetningum fyrir hinum ýmsu malaríum, taugaveiki og fleiru slíku. Sprautur eru hættulegar svo því sé haldið til haga!
Kannski verða jólin tíminn til að læra mikilvægustu setningar á spænsku? Er búinn að redda bók með því allra nauðsynlegasta á spænsku. Fararstjórinn er þó enskumælandi og margir af ferðalöngunum líka skilst mér.
Þetta er bakpokaferð sem er skipulögð af "adventure"-ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ferðum um S-Ameríku. Það er frekar mikið tempó í þessari reisu en þó mörg stopp. Aðal ferðamátinn er fjallarúta sem stoppar oft og mislengi á ýmsum merkilegum stöðum; þjóðgörðum, borgum, þorpum, við hin ýmsu fjöll, við vínakra, við fossa, í sveitum osfrv. Einna mest verður stoppað á Patagonia svæðinu í Argentínu þar sem verður prílað á fjöll og svoleiðis. Helstu lönd ferðarinnar eru: Chíle, Argentína, Uruguay og Brasilía. Annars má finna nákvæmar upplýsingar um ferðina hér.
Þetta verður vonandi magnað.
Stefnan er að birta hér fréttir af einhverju af því sem fyrir augun ber - það veltur þó á aðgengi að tölvum sem verður sjálfsagt misgott. Og eflaust verða lyklaborðin bara með skrítnum stöfum og svona. Kannski hittir maður Maradona blekaðan í Buenos Aires? Það skýrist allt saman.
Mynd af ferðaplaninu er hér að neðan:
2 Ummæli:
Hlakka til að fylgjast með ferðum þínum!
Aldrei að vita nema maður feti í fótsporin þín seinna - fer reyndar eftir því hvaða fótspor þú skilur eftir :)
Jamm, ég þarf svo að kíkja til Kína fljótlega.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim